Sunday, November 30, 2008

Innan 5 ára....

...Gerist þetta:


Fyrir
Eftir
Fyrir
Eftir
Sjáiði muninn! Þetta er bjútifúl hylur og er það sem koma skal. Halelúja!

Ég ætla sem sagt að breikka hásingarnar um 6-7". Þrátt fyrir það þarf ég einungis að breikka nýju brettakantana mína um 4 cm þar sem að þeir eru það breiðir að munstur dekkjanna er 5 cm fyrir innan þá. jamm og já, oseisei.

1. Þetta gerir bílinn kúl.

2. Hásingarnar (stöngin sem að heldur dekkjunum (:) sem eru núna undir eru safngripir og varahlutir í þær kosta meira en Glitnir árið 2007.

3. Þær eru 51" sem að eru minnstu hásingar veraldar og því þurfa þeir sem að verða með mér í ferðum að troða snjóinn þrátt fyrir að vera í förunum mínum :D. Þessar sem að ég myndi setja undir myndu vera með sömu sporvídd og flestir aðrir bílar sem að ég keyri með og vera miklu sterkari, a.m.k. að framan.

4. Ég mun einungis velta honum nokkrum sinnum á ári í staðinn fyrir að vera alltaf á hliðinni. Það er jákvætt.

5. Þá mun ég fá mér driflæsingar, til að læsa Gordon Brown inni, til að geta losnað úr festum og drífa meira og síðast en ekki síst til að geta sagt það.

Þorsteinn Snæland

Já í gær þá var litli gaurinn hans Halla bróður skírður. Það þykir svo sem ekkert spes nema hvað að hann var og er skírður Þorsteinn Snæland.

Því þarf núna að kalla mig Risa-Þorstein, Þorstein Rafn H. Snæland, Þorstein Rafn eða heimsmeistara Þorstein.

Bara svona að láta vita. :)