Thursday, November 30, 2006

Síðasti hluti partymynda, hluti þrjú

Hluti tvö

...og það var refsað...

Bart Simpson vill greinilega vera með á mynd

Síðbúnar partymyndir..hluti eitt

Wednesday, November 29, 2006

Nágrenni Skjaldbreiðar

Hrafn sem við hittum á miðri heiðinni. Hann fylgdi okkur síðan alla leið upp á Skjaldbreið og niður á heiðina aftur. Mætti segja að það hafi verið sorglegt að skilja hann eftir einan í auðninni.

Horft úr hlíðum Skjaldbreiðar niður á Þingvallavatn


Sandsteinn

Vegna fjölda áskorana...

Þá sendi ég inn eina skemmtilega af pabba.

Ég plataði hann í að koma með mér í Elliðaárnar og sagði að þetta væri ekkert mál bara að róa soldið kröftuglega fyrst og þá væri restin auðveld. E-ð fór nú úrskeiðis, hann krækti hægri hlið bátsins í stein, snerist á punktinum og fór aftur á bak niður flúðina. Loks valt hann þar.

Það þarf kannski ekki að segja frá því, en hann fór ekki fleiri ferðir þann daginn!

Gríðarlega skemmtilegur svipur sést ef mynd er stækkuð

Svona átti þetta nú að vera!

Tuesday, November 21, 2006

Fyrst fortíðin er í tísku..


Nokkrar kayakmyndir frá Langá í miklu flóði. Ég er á gula bátnum.

Finnið Þorstein!

Halli bróðir fyrir framan einn foss í Tungufljóti sem við fórum niður. Við lentum náttúrulega í miklum vandræðum þar sem ég valt í fossnum og Halli aðeins neðar. Til gamans má geta að einn af færustu kayakmönnum landsins var nærri dauða en lífi í þessum "litla" fossi.


Monday, November 20, 2006

Fór á Mýrdalsjökul 20.maí

Fór ferð með Eika, Hlynsa og Þorbirni á tveimur bílum upp á Mýrdalsjökul. Ferðin var skipulögð af félögum F4x4 fyrir langveik börn. Hópurinn saman stóð af um 30 bílum, flestum á 38"+.

Horft frá Fimmvörðuhálsi


Þurftum að keyra upp "næstum" hengju
Hví heitir bíllinn Bensíndrengurinn?

Friday, November 17, 2006

Síðasti vetur..

Bensíndrengurinn á Langjökli en stefnir á Geitlandsjökul.

Bensíndrengurinn á leið upp á Langjökul í miklu púðri.

Orð óþörf

Wednesday, November 08, 2006

Þetta er málið

Nú mæli ég með þessu 30 sek myndbandi, með hátalarana stillta á hæsta!

http://he-man.org/news_images/BCI/He-Man-Target.mov

Ég fékk nú bara gæsahúð.

Tuesday, November 07, 2006

Ef þið passið ykkur..


..þá dettið þið ekki.

Sunday, November 05, 2006

Náttúran kallar

yoyo Fjalla-Eyvindur er mættur.

Eins og alþjóð veit þá kom Hb í heimsókn eftir hálfs árs fangelsisvist hjá Ekstra Bladet. Sem betur fer sýndi hún hvar Íslendingar kaupa Brennivínið sitt og náði að grafa sig í gegnum lygar þeirra með matskeið frá Þýskalandi. Ekstra Bladet ásakaði hana að sjálfsögðu strax um að hafa fengið matskeiðina frá Rússlandi en það er allt önnur saga..

En frá öllu gamni slepptu þá var ansi gaman hjá okkur systkinunum. Við fórum í mat til Stóra H og Þ, fórum í útskriftarteiti til Þ, löbbuðum á Esju, fórum í Skara, fórum í nýja sundið, lentum næstum í fangelsi eftir háskaför á númerslausum jeppa og við sáum hvort annað dansa í fyrsta skipti niðrí bæ. Svo héldum við eitt allsherjar teiti sem vonandi flestir muna eftir...þ.e.a.s. þeir sem mættu.

Já þetta var nú aldeilis skemmtilegt og því segi ég að ALÞJÓÐ eigi að taka vel eftir. Hún Hb kemur nefnilega aftur í desember, meira að segja þann 21. desember 2006, því gæti það gerst að þið mynduð sjá okkur dansa við sama lag á sama tíma ef nægjanlega margir vilja það. Þetta gerist einungis þegar tunglið er í húsi vatnsberans... ég skal sækja það... ahh allir að rétta upp hendi sem muna eftir Brakúla Greifa.

Jæja nú er sjálfsöryggi mitt orðið það lítið að ég þori ekki að skrifa meira. Annars var komin svo mikil pressa á mig að skrifa að ég höndlaði þetta barasta ekki. Næsta færsla verður samt meira svona 94% myndir og 6% skrif. Þetta mun aldrei gerast aftur að skrif muni rústa myndum eins og Alþjóð hefur nú séð.

Með von um kaldara veður

Tsteinn

E.s. ef þið laumið á e-jum myndum úr teitinu þá megið þið alveg lauma þeim í hægri rassvasann minn, nema þið séuð strákar, þá má senda á mailið mitt.