Monday, January 19, 2009

Soldið stórt

Valgardena, heimasvæðið.

Hér fyrir ofan sést heimasvæðið okkar, Valgardena en þorpið heitir Selva. Heimasvæðið okkar er ansi stórt, þar sem að það er með 83 lyftur og 175 km af skíðaleiðum en...

Dolomiti Superski með heimasvæðið sem svæði nr 4, sést ef mynd er stækkuð.

...Dolomiti Superski nefnist svæðið allt sem að við getum skíðað á. Það er með yfir 480 lyftur og 1200 km af skíðaleiðum! Eða rétt tæplega hringvegur Íslands í skíðaleiðum. Lengsta skíðaleiðin er á milli 14 og 15 km, úr tæpum 3000 metrum niður í 1200 metra. Man nú reyndar ekki hve lengi ég var að skíða hana á sínum tíma. Kannski tek ég tímann í næstu viku :)

Thursday, January 15, 2009

Þar sem að...

Hér sést Helga vera að drífa sig niður í heitt kakó

... Ísland ber nafn ekki með rentu þá erum við Helga að fara til Ítalíu. Bless bless