Thursday, April 23, 2009

Mjög skrýtið

Ótrúlega erfitt að horfa á þessa mynd.

Wednesday, April 22, 2009

Hlakka til að fá fyrstu tökuna

Tekið í Vatnsá, ansi skemmtileg mynd hér á ferð

Tuesday, April 21, 2009

Skrapp aðeins á hjólinu niður í bæ



Sjitt hvað hann er góður!

Saturday, April 11, 2009

Ágætt er betra en gott

Þetta er ágæt mynd af Gula

Ég er búinn að laga olíukælinn með öðrum olíukæli. Ljósin eru líka komin í lag, það var bara einn lítill og sætur þráður sem að var laus.

Í tilefni þess þá fórum við Helga á honum upp í bústað og gekk allt mjög vel. Síðan var bústaðurinn líka skemmtilegur. Við keyrðum langleiðina að Kistunni sem að Hlynur veit allt um og busluðum í sætri á.

Allt saman ágætt mál

Thursday, April 02, 2009

Guli að reyna að brjóta sér leið í gegnum djúpan snjóinn.
Á Þingvöllum á leið heim.


Jæja eftir reiðilesturinn að neðan þá verð ég náttúrulega að koma með framtíðarplön og jákvæðnis væl.

Það er lítið mál að laga sjálfskiptiolíulekann. Þarf væntanlega bara að herða eina skrúfu og málið ætti að vera steindautt.

Hitavandamálið er svo sem ekkert skrýtið þannig lagað. Bíllinn var á um eða yfir 3000 snúningum á 0 km/klst en samt með inngjöf. Þó að ég sé með nýsmíðaðan vatnskassa þá breytir það ekki því að ég er ekki með lofttrekt fyrir viftuna sem að dregur loft í gegnum vatnskassann. Því situr bara heita loftið í kringum vatnskassann ef að bíllinn er ekki á ferð, logn er úti og trektina vantar þá er voðinn vís.

Því er ekki skrýtið að hann hafi hitnað aðeins, litla skinnið. Ég hefði alla vegna svitnað við að fara upp þessar brekkur í logninu... Man að Bensíndrengurinn var mikið fyrir hitann á sínum tíma og bæta má við að Grandinn hans Þorbjarnar fór í 110 gráður og er hann samt með lofttrekt og bíllinn er nokkrum áratugum yngri...

Guli var soldið erfiður í djúpum hjólförum eftir aðra bíla vegna þess að hásingarnar undir honum eru töluvert mjórri en flestra annarra bíla. Hann var þó miklu betri þegar ég var kominn undir 3 pund og var það alveg ásættanlegt.

Hins vegar er löngu búið að ákveða að henda undir hann breiðari hásingum sem að gerir hann flottari, stöðugri og bestan. Þessar hásingar sem að undir hann fara, verða þá með læsingum og öðrum og eðlilegri hluföllum.

Síðan er það sem að er kannski mest pirrandi en það er eyðslan. Ekki mjög kúl að eyða meira en 60 lítra á 185 km án mikillar áreynslu og á svona léttum bíl.

Vandamál eru hluföllin í hásingunum, þar sem að hann er vel yfir 2000 snúningum á 80 km/klst. Þar sem að hann er í léttari kantinum og með öfluga vél þá getur hann auðveldlega fengið hlutföll sem að leyfa honum að komast hraðar á minni snúning. Síðan ætla ég að kíkja á loftsíuna og svona sniðuga hluti sem að gætu komið í veg fyrir fallega eyðslu.