Tuesday, March 31, 2009

Hann stóðst..

...ekki væntingar. Hví?

Jú í fyrsta lagi þá er hann eins og Rússi miðað við fermingarbarnið Bensíndrenginn, í eyðslu. Fór með um 70 lítra á 180 km og það í hjólförum.... Ekki sáttur með það.

Síðan var hresst að uppgötva leka á nýja sjálfskiptiolíukælinum/samskeytum, nýji vatnskassinn sauð vatn eins og ketill, aðalljósin hurfu og margt annað skemmtilegt. Nefna má það að hann passar engan vegin í hjólför annarra bíla og var aksturslag hið versta á köflum. Svipað og kaykferð í stormi.

Hins vegar var útvarpið fínt og gpsinn líka. Kannski af því að þeir hlutir eru framleiddir í Asíu.. Drifgetan var ekkert svaðaleg í þessu færi og eina vitið er læsingar og nýjar hásingar.

Niðurstaðan er sú að ég þarf að gera fáranlega mikið til að geta verið sáttur á ný. Það má kosta 200 kr ISK. Ekki þúsund heldur 200 kr ISK. En mig vantar:

Nýjar hásingar,
Rétt hlutföll,
Læsingar,
Viftutrekt eða afkastameiri kassa,
Betri lagnir í sjálfskiptingu,
Betra rafmagn, eða s.s. öryggi og snúrur,
Nýja vél.

Góðar stundir

Friday, March 27, 2009

Á sunnudaginn

Willys aka Guli vs. Cherokee aka Bensíndrengurinn rauði

Sunnudaginn 29. mars verður reynt við Langjökul í fyrsta skipti á Gula. Bensíndrengurinn rauði og góði fór þangað nokkrum sinnum og hafði lítið fyrir því. Því verður gaman að sjá hvað Guli hefur í Langjökul miðað við Bensíndrenginn góða, blessuð sé minning hans.

Læt eina lesanda þessa bloggs vita við fyrsta tækifæri!

Saturday, March 21, 2009

Stutt í páskana

Thursday, March 19, 2009

Mínir afkomendur...


... munu nota hnífapör snemma.

Wednesday, March 18, 2009

Geimskot séð frá geimnum


Nice!

Tuesday, March 17, 2009

Þar sem ég er svo....

... heitfengur þá skellti ég mér svona niður nokkrum sinnum á Ítalíu.