Monday, December 24, 2007

Hamingjan uppmáluð

Bensíndrengurinn sýndi mér landið í vetrarskrúða


Gleðileg jól.

Megi þau vera afslöppuð, án nokkurs þrýstings og stresslaus. Já ég legg áherslu á þetta stresstengda þar sem það hefur skemmt stemmninguna hjá mér síðustu ár - en ekki núna!

Þetta er án efa besti aðfangadagur í mörg ár! Allt fallegt og rólegt og ekki skemmdi veðrið fyrir. Eldingar, þrumur og snjókoma.

Takk fyrir mig!

Friday, December 21, 2007

Bara einn dagur þangað til..

..að Hildur kemur heim. Já þann 23.

Kunnið þið ekki að telja?

Ef ég er að telja dagani í e-ð þá tel ég ekki daginn sem er á rauntíma og heldur ekki þann sem að atburðurinn gerist. Þess vegna er bara einn dagur í Hildi! Ég nota þetta trix alltaf þegar ég er í prófum og það virkar.

Svo er líka gott að nota það að ef að maður getur séð veðurspá fyrir daginn sem að maður er búinn, t.d. í prófum, þá er mjög stutt eftir. Einu sinni notaði ég líka mjólk eða mjólkurfernur til þess. Þá var stutt eftir ef að til var mjólk á heimilinu sem var best fyrir þann dag sem að maður kláraði.

Já öll trixin í bókinni eru notuð til að reyna að halda jákvæðni-stuðlinum í jafnvægi.

Wednesday, December 19, 2007

Ágætt er betra en gott.

Hafragil
Fjaðrárgljúfur
Ekki detta, það er hættulegt
Fjaðrárgljúfur
Flaug þarna með Helgu og Salvöru um daginn
Man ekki betur en að við sáum þetta líka

Tuesday, December 18, 2007

Dómur er fallinn!

Þessi vera veit greinilega hvað á að gera við gömlu diskamotturnar.
Það er nú hægt að dunda sér við þetta ef að maður hefur frjálsan tíma.
Ekki dæmi ég karlmennina tvo sem sitja þarna


Ég er ekki að dæma einn né neinn, bara að sýna að það eru ekki allir sammála. Ekki dæmi ég t.d. Tinna fyrir að vera loðinn... eða Össur. Eins dæmi ég hann Eika ekki þrátt fyrir að hann sé ekki á Willys.

Já ég er alveg einstakur í minni götu.

Thursday, December 13, 2007

Má bjóða yður á kayak?

Vinnustaðurinn minn í flóði miklu
Ótrúlegt en satt þá hef ég lent í þessu. Reyndar er minn kayak bara fyrir einn. Man ekki betur en að vitnið mitt hafi hlegið í svona 30 mín þar sem ég leit út eins og efri gaurinn. Einnig man ég ekki betur en að ég fékk einmitt harðsperrur í augnbotnana og vélindað. Það mætti halda að ég væri fíll, ég man svo mikið.

Þetta reddaðist e-n veginn en það hefði verið slæmt að detta fram fyrir sig úr ca 2-3 metra hæð beint á höfðuðið á ströndina. Já ég var að sörfa öldu í fjöruborðinu en það vildi svo skemmtilega til að framendinn á kayaknum festist í sandinum og aldan lyfti mér upp á 0 sek.

Já þetta gefur lífinu lit!

Wednesday, December 12, 2007

En fyrst langar mig í...

svona
til að geta gert svona

Friday, December 07, 2007

Mig langar í svona í vetur

Thursday, December 06, 2007

Já dæmi hver fyrir sig


Þetta er þann 5. des kl ca 18


Þetta er þann 6.des ca kl 14

Vefmyndavélin tekur myndirnar alltaf í sömu átt. Tek það fram það er ekki búið að opna Bláfjöll.
ÚÚÚÚÚ. Þetta er e-ð sem ég s.s. sá sjálfur.

Monday, December 03, 2007

Handhófskennt með Þossa ívafi

Tek að mér að þurrka hár á mettíma.
Sígilt

Halli æfir lærin
Mr Tennur troða sér inn á mynd
Mr Robocop lítur við

Þegar Tinni var ekki orðinn "massaður" og ég átti mér ekki axlir

Apavatn, gríslingur og Laugarvatn
Joda hvað?
Þetta er málið krakkar

Sunday, December 02, 2007

Á e-r svona upp í hillu?E.s. þarf bara að sýna hraða upp í ca 80...