Friday, May 25, 2007

Já er svarið!

Mynd 1
Já þetta var búinn að vera fáranlega erfiður dagur í vinnunni. Í lok dags átti svo stóra stundin renna upp. Það sem ég var búinn að bíða eftir í "akkúrat" næstum eitt ár, sprautun á Willysnum með endalausum loforðum sprautarans hingað og þangað til að krydda tilveruna.

Nema hvað þá sem aldrei fyrr þá vildi hann bara ekki starta! Það var reynt í nokkur þúsund ár en án árangurs. Þá má ekki gleyma því að ég var að missa af stúdentsveislu félaga míns. Sem sagt þetta var allt í toppmálum...einmitt

Þá var ég svona nett kominn með nóg og það styttist í að maður myndi breytast í þreyttan grenjandi krakka í Smáralind með ís á enninu og slím á höndunum. Þarna hefði ég venjulega skammast út í allt sem hreyfist en ég gerði það ekki, ok a.m.k. ekki eins og venjulega. Ég sparkaði ekki einu sinni í dekkin á bílnum! Það sem ég gerði var að telja upp að 10 í fjórða eða s.s. þegja í svona 2 klukkutíma.

Það sem ég er að segja er að ég hefði ekki brugðist svona vel við atviki sem þessu fyrir u.þ.b. 4 mánuðum síðan. Þá hefði allt og ekkert sogast í svartholuna "Þorstein".
Ef þið breytist stundum í svarthol þá vísa ég ykkur á þessa geit, sbr. mynd 1. Hún segir allt sem segja þarf.

Sunday, May 20, 2007

Ekki sniðugt



Alheimsmet var slegið í vetur þar sem ég fór ekki einu sinni á skíði! Ekki einu sinni einu sinni!! Enda eru þessar myndir 3-4 ára. Núna þarf að reiða sig á e-ja útlendinga til að komast á skíði og er það óþolandi.

Ef þið hefðuð kosið mig þá hefði ég boðið upp á mikla skíðavetur, já það þýðir ekkert að skæla núna gott fólk.

Tuesday, May 15, 2007

X?

Grísli lætur sig ekki vanta
Kári með áróður á kosningavöku.
Grísli, Húni og Binni fylgjast spenntir með.
Gestgjafinn reynir að halda kúlinu þó að tölurnar séu kannski ekki hagstæðar...í öllum landshlutum

Wednesday, May 09, 2007

Stutt

Eins og klukkan á myndinni sýnir ekki þá eru minna en 15 klst þangað til sumarið flæðir inn í líf mitt. Jú maður verður að hafa þetta soldið væmið.

Tuesday, May 08, 2007

Er þetta allt sami drengurinn?

DimmiteringEkki bögga mig þetta er alvarlegt! haha
Fiðluballið
Kayakfélagar á leið í Langá
Grímuball, nei annars ég var svona fyrir aðgerðina...


Monday, May 07, 2007

Svona verður dagskráin um helgina

Golfdrengurinn
Veiðidrengurinn
Kayakdrengurinn
Djammdrengurinn


Jamms bara e-ð!

Ég er ekki frá því að við Tinni verðum í svona stemmara næstu helgi. Við förum að veiða og kannski tökum við einn eða þrjá golfhringi.

Já ég gleymi stundum að meika mig fyrir myndatökur

Sunday, May 06, 2007

Spurning er varðar sumarið

Hérna er mynd af tveimur fiskum. Kannski verða þeir báðir maríufiskar...

Nú er spurt: Vitið þið hvað maríulax er?

Nú má bara svara já eða nei, til að sem flestir geti svarað án þess að svindla.

Ef þið eruð í bullinu...



Þá er hægt að prufa að taka enn eitt prófið. Þetta próf er þó bara skemmtilegt miðað við hin vorprófin.

  • Gaman

    Binni fann líka eitt svipað á mbl.is en það var svo leiðinlegt að hálfa væri hellingur.

    Það styttist nefnilega í þetta!

    E.s. Ég henti líka inn nýjum lögum. Ef þið hlustið ekki á þau munu þið fá 3. geirvörtuna!
  • Friday, May 04, 2007

    Slátrun óhjákvæmileg

    Ekki vera fyrir

    Nú er ég búinn að vera að bögga Jomma í nokkra daga út af þessari mynd. Og viti menn hann fann hana! Ég vona að ég megi sýna hana hérna þó að myndin er líka hjá honum.

  • Frumstaður myndar!

  • Það mætti halda að við værum að fara að slátra e-jum en málið er bara það að við erum bara svona töff, ha ha...tæplega.

    Það er alveg greinilegt að Hössi er frændi minn og ég frændi hans, eða var það öfugt..

    Einfalt og skondið

    Vá ég sé þetta svo vel fyrir mér, ha ha




    Það sést nú alveg hvaðan þetta kemur.

    Thursday, May 03, 2007

    Júhú!

    Svona er hægt að fagna þegar það er bara vika í sumarið!

    Wednesday, May 02, 2007

    Tilraun


    Það væri gaman að fá alla þá sem heimsækja síðuna að kommenta. Skiptir engu um hvað það er. Ég er ekki að biðja um e-ja væmnisvellu bara hæ eða bara almennt stafarugl.

    Það má kommenta eins oft og mannverur vilja!

    Maður verður að nýta tímann á meðan allir eru í svokölluðum próflestri.

    Þetta er nú soldið magnús!

    This is a picture of a rock formation near a lake in Burma. The photo can only be taken on a specific day once a year when the sun rays touch the rocks at a certain angle.

    Nema hvað, prufiði að halla höfðinu til vinstri og líta á myndina!

    Hvað sjáið þið?