Saturday, March 31, 2007

Ótrúlegt en satt þó!


Þar sem að ég lofaði að koma með sögu Bensíndrengsins í myndaformi "strax" í þessari viku þá að sjálfsögðu nenni ég ekki að gera það, ekki strax a.m.k.

Af hverju er það þannig? Ef ég hefði ekki lofað þessu þá hefði ég gert þetta næsta dag. Þetta er óþolandi. Meira að segja þá nenni ég að skrifa um að nenna ekki að pósta þessum myndum. Hversu asnalegt er það! Oseisei..

Því ætla ég ekki að lofa þessum myndum. Fylgist með...

Wednesday, March 28, 2007

ég verð brjál

Saturday, March 24, 2007

Sorgarstund fyrir okkur öll


Hér er hann þar sem honum fannst best að vera

Já krakkar þannig er lífið, eins dauði er annars brauð. Núna um helgina mun Bensíndrengurinn góði hverfa úr lífi okkar eins og bensínið sem sett var á hann hverju sinni.

Það er þó ekki loku fyrir það skotið að hann mun endurfæðast sem aldrei fyrr í iðnaðarhúsnæði með póstnr. 220 eftir nokkra mánuði.

Þess vegna verður farið í gegnum sögu hans í formi mynda, strax í næstu viku.

Þess má einnig geta að það verður þriggja daga þjóðarsorg frá og með mánudeginum 26.mars.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra þar sem ég veit að þið getið ekki lesið mikið lengra sökum tára og ekka.

E.s.

Svona rétt áður en þið farið að hágráta þá skulu þið muna það að það koma tveir bílar í stað Hans.....þeirra nöfn munu þó ekki koma fram í þessari færslu þar sem þeir óska nafnleyndar um stundarsakir.


Thursday, March 22, 2007

Það styttist í þennan fjanda

Við feðgar á leið vestur á Snæfellsnes í veiðitúr seint að kveldi

Það besta við sumarið er nóttin. Enda er það þannig að ef ég er látinn í friði upp í bústað sný ég sólarhringnum nánast alveg við. Ég veit alveg af hverju en ég nenni ekki að koma með e-jar klisjur hérna. Haldiði að ég sé kettlingur!

Þarna rétt glittir í pabba í gegnum regnskóginn.

Það verður þó ágætt að slappa af upp í bústað í sumar hvort sem um nótt eða dag er að ræða.

Tuesday, March 20, 2007

Anders, Halli, Hildur og Þórdís...

Það verður banastuð þann 31. mars!

Eins og sést þá á Dionysos ekki séns í okkur bræðurna

Monday, March 19, 2007

Passiði ykkur á litla gaurnum krakkar!

Dionysos er nú meiri kallinn!

Þó að sumum finnist hann vera krútt þá er hann algjör gaur. Stundum fá menn meira að segja marblett á heilann eftir að hafa verið með honum góða kvöldstund.

Ekki að ég geri það nokkurn tímann.

Sunday, March 18, 2007

Brynjar Örn

Friday, March 16, 2007

Áskorun

Hryssan Hnallþóra með afkvæmi undan Huginn frá Haga

Bensen-hringurinn

Thursday, March 15, 2007

Árshátíð?

Wednesday, March 14, 2007

Bíddu, hvar eru heilasellurnar?

Sjáiði hvað ég er brúnn, sérstaklega hendurnar...

Monday, March 12, 2007

Anders læser...

Det betyder ikke noget at se pa Hildur!

...du ikke mitt blogg?

Sunday, March 11, 2007

Go to Gate

Salvör með þetta á hreinu!

Kl 2200 á föstudegi hringdi flugmaður í mig og spurði hvort ég væri til í útsýnisflug eftir 12 tíma.

Þessir 12 tímar voru lengi að líða, ekki síst því að ég náði ekki að sofna fyrr en eftir dúk og disk þar sem spenna og eftirvænting var mikilfengleg.

Flugið var frábært en flugmaðurinn var ekki síðri enda var það hún Salvör sem stjórnaði þessu öllu saman.

Fyrst kíktum við á Bláfjöll, því næst á ósa Ölfusár og svo tókum við stefnuna á Gullfoss. Við Gullfoss snerum við við og flugum yfir Hálsakot, bústað fjölskyldu minnar við Laugarvatn, og Þingvallarvatn á leið okkar heim. Þá má geta þess að létt listflug var tekið hér og þar til að kitla magann. Við meira að segja náðum þyngdarleysi í eitt skiptið.

Frábær ferð en BJÁNINN ég gleymdi myndavél svo að ég verð því "miður" að fara aðra svona ferð sem fyrst til að deila með ykkur (Hildi) myndum.



Takk fyrir Salvör!

Friday, March 09, 2007

ÁTVR segir: "Jæja krakkar"

Aðalfundurinn í hnotskurn

Þau börn sem eiga eftir að koma og ná í áfengi sitt eftir Aðalfundinn verða að vera búin að því fyrir þriðjudaginn 13. mars 2007.

Sá vökvi sem verður eftir fer til Rauða kross Íslands, sem vantar sótthreinsi.

Tuesday, March 06, 2007

Allir Í´var

Stórfréttir berast frá fjöllunum í norð-austri, Ívar er kominn aftur á veraldarvefinn.

  • Hér
  • má skoða síðuna en ég er reyndar líka með tengil á hann í "Ljósaperan Ívar".

    Ég mæli hins vegar gríðarlega með því að fólk skoði
  • gallery-ið
  • Flestir hafa nú séð flottu snjómyndirnar en ekki eins margir kayakmyndirnar úr Elliðaánum.

    Hildur þetta er e-ð fyrir þig og Anders, kíktu til dæmis á síðustu myndina í kaykmyndunum. Tinni er alls staðar þar sem fjör er!

    Hann heldur náttúrulega kúlinu eins og vanalega.

    Monday, March 05, 2007

    Hér gefur að líta...


    ...100.000.000 kr útsýnis

    Saturday, March 03, 2007

    ?

    Gegt töff að vera svona nálægt eða hvað?
    AAA hvað er í gangi!!

    Eftir að þið hafið lifað ykkur inn í þessa myndasyrpu væri gaman að vita hvort þið vitið við hvaða foss þessar myndir eru teknar.

    Af augljósum ástæðum er þetta mjög vinsæll ferðamanna-foss, segi ekki meira...

    Thursday, March 01, 2007

    Eilítið frá mér

    Hlynur og Dóna-Grjóni bíða spenntir
    Allt er til reiðu...
    ...nema maturinn
    (þessi var fyrir þig Hlynur)
    Sælar

    einmitt