Saturday, March 24, 2007

Sorgarstund fyrir okkur öll


Hér er hann þar sem honum fannst best að vera

Já krakkar þannig er lífið, eins dauði er annars brauð. Núna um helgina mun Bensíndrengurinn góði hverfa úr lífi okkar eins og bensínið sem sett var á hann hverju sinni.

Það er þó ekki loku fyrir það skotið að hann mun endurfæðast sem aldrei fyrr í iðnaðarhúsnæði með póstnr. 220 eftir nokkra mánuði.

Þess vegna verður farið í gegnum sögu hans í formi mynda, strax í næstu viku.

Þess má einnig geta að það verður þriggja daga þjóðarsorg frá og með mánudeginum 26.mars.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra þar sem ég veit að þið getið ekki lesið mikið lengra sökum tára og ekka.

E.s.

Svona rétt áður en þið farið að hágráta þá skulu þið muna það að það koma tveir bílar í stað Hans.....þeirra nöfn munu þó ekki koma fram í þessari færslu þar sem þeir óska nafnleyndar um stundarsakir.


14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

fridur se med ydur
hb

7:34 PM  
Blogger Brynjar said...

Ég man eftir að hafa þurft að stoppa á leiðinni til Bláfjalla til að setja snjó á vélina á Bensíndrengnum þegar honum var orðið heitt.

Góðar minningar (Það kom tár þegar ég skrifaði þetta).

3:58 PM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

já ég man eftir því. við settum örlítinn snjó á hann og svo brummaði hann heim eins og ekkert væri eðlilegra. hann var bara að gera þetta soldið meira spennandi og eftirminnilegra.

hann gerði þetta einmitt þegar ég var að gæda í sumar. kastaði meira að segja upp öllu vatninu sínu þegar ég var langt uppi á fjalli. ég gaf honum vatn að drekka úr Langá og hann sagði ekki orð marga daga á eftir.

svona er hann sniðugur!

6:10 PM  
Blogger Brynjar said...

Kári er búinn að lofa að semja lag honum til heiðurs.

3:57 AM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

sjitt það væri kúl!

4:42 AM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

kannski höldum við grillveislu honum til heiðurs í vor eða sumar.

svo getum við sungið lagið, sem kári er þá búinn að semja, á 10 mín fresti allt kvöldið..bara pæling

6:29 AM  
Blogger Ívar Kristleifsson said...

Svo var það þegar hann meig fyrir framan Hallann.

7:51 AM  
Blogger Brynjar said...

Djöfull var hann töff.

8:42 AM  
Blogger Unknown said...

gg

10:10 AM  
Blogger Brynjar said...

Gott komment Þolli.

2:42 PM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

þetta er líklega lélegasta komment sem ég hef séð! þú færð prik fyrir það:(
svo er það líka óskiljanlegt og ósiðlegt þar sem um verulega sorglegan atburð er að ræða!!

góðar stundir..
þó ekki eins góðar og þegar Bensíndrengurinn var upp á sitt besta.

4:40 PM  
Blogger Hildur said...

kæri t
sjaumst a morgun!
knus
hb

1:23 AM  
Blogger Kári said...

Nú hef ég loksins fundið styrk til að skrifa eitthvað hér.

Ég skal semja lagið, Þorsteinn, þú þarft bara að segja mér hvaða staðreyndir þú vilt að komi fram í því og ég sé um rest.

4:55 AM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

ok við hittumst yfir bjór e-n tímann og þá verður þetta rætt.. til í það kári s?

5:40 AM  

Post a Comment

<< Home