Saturday, May 31, 2008

Allsvakalegt

Sunday, May 25, 2008

Later dudes!


Já stundum er gott að nota bara það sem að náttúran gaf manni.

Monday, May 12, 2008

Eine kleine!


Svartþrastarungarnir eru hérna glænýjir úr umbúðunum, annar þeirra er enn inn í skurninni.

Saga ein lítil og stutt sem gerðist í kaffihlénu mínu áðan.

Ég var að fá mér frískt loft áðan og rölti út til Tinna sem sat í heimreiðinni að tjilla. Nema hvað sé ég ekki einn sprækan orm langt frá heimkynnum sínum, moldinni. Fyrst hugsaði ég vá það er sko komið sumar! Síðan hugsaði ég um Húna. Og loks hvort ég gæti gefið þrastarmömmunni orminn.

Nema hvað hún sat á hreiðrinu og ég vissi ekki hvert ég gæti sett orminn. Leit í kringum mig og fann engan góðan stað. Þess vegna ákvað ég að prufa að koma orminum sem næst henni. Það var nú ekki mikið mál og það endaði með því að ég setti orminn einfætta á barm hreiðursins þar sem að hún tók við honum og gaf ungunum.

Já það er líf í kotinu!! haha

Þessar artí-fartí týpur...

... eru þá í raun bara kanínur í dulargervi.

Thursday, May 08, 2008

Báðir í prófum...

Monday, May 05, 2008

Það styttist...

...í það að Tinni geti ullað á fyrstu kajakkeppnina


Viðauki, sem tengist þessu klárlega fáranlega ekki:

Eiríkur Örn fann fyrir tilviljun sérkennilegt nafn á Alnetinu og gæti það skýrt ýmislegt sem að vísindamenn hafa verið að rannsaka frá örófi alda á Íslandi a.m.k. Kannski líka í Færeyjum, skal ekki segja.

Þó útskýrir þetta nafn kannski best hvernig brandarinn,
Engin(n) datt út um gluggann!
varð til.
Hvers vegna? Jú vegna þess að umrætt telpunafn er,
Engin Özer-Müller

Góðar stundir.

Friday, May 02, 2008

Sæbraut 14 a.k.a Erilborg í myndum
Svartþrastapar er með 4 egg í bílskýlinu okkar. Það eiga víst bara að vera um 50 pör á Íslandi þótt ótrúlegt megi virðast. Þrastar mamman er alveg róleg og það má nánast klappa henni þó að við gerum það náttúrulega ekki. Henni og Tinna kemur vel saman.