Sunday, March 11, 2007

Go to Gate

Salvör með þetta á hreinu!

Kl 2200 á föstudegi hringdi flugmaður í mig og spurði hvort ég væri til í útsýnisflug eftir 12 tíma.

Þessir 12 tímar voru lengi að líða, ekki síst því að ég náði ekki að sofna fyrr en eftir dúk og disk þar sem spenna og eftirvænting var mikilfengleg.

Flugið var frábært en flugmaðurinn var ekki síðri enda var það hún Salvör sem stjórnaði þessu öllu saman.

Fyrst kíktum við á Bláfjöll, því næst á ósa Ölfusár og svo tókum við stefnuna á Gullfoss. Við Gullfoss snerum við við og flugum yfir Hálsakot, bústað fjölskyldu minnar við Laugarvatn, og Þingvallarvatn á leið okkar heim. Þá má geta þess að létt listflug var tekið hér og þar til að kitla magann. Við meira að segja náðum þyngdarleysi í eitt skiptið.

Frábær ferð en BJÁNINN ég gleymdi myndavél svo að ég verð því "miður" að fara aðra svona ferð sem fyrst til að deila með ykkur (Hildi) myndum.



Takk fyrir Salvör!

4 Comments:

Blogger Þorsteinn Snæland said...

strákar,

ég er ekki frá því að salvör sé shootgun þegar bíllinn er tilbúinn..

10:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er ekkert minna. Af hverju eru flugmenn ekki að hringja í mig og bjóða mér í útsýnisflug?

Ég er reyndar búinn að fá nóg af flugi í bili:)

7:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk sömuleiðis!
Alltaf gaman að fá skemmtilegt fólk með sér upp í háloftin. Og ef fleiri eru geim í flugferð, þá endilega látið mig vita :)

8:41 AM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

ég er geim

8:45 AM  

Post a Comment

<< Home