Tuesday, March 31, 2009

Hann stóðst..

...ekki væntingar. Hví?

Jú í fyrsta lagi þá er hann eins og Rússi miðað við fermingarbarnið Bensíndrenginn, í eyðslu. Fór með um 70 lítra á 180 km og það í hjólförum.... Ekki sáttur með það.

Síðan var hresst að uppgötva leka á nýja sjálfskiptiolíukælinum/samskeytum, nýji vatnskassinn sauð vatn eins og ketill, aðalljósin hurfu og margt annað skemmtilegt. Nefna má það að hann passar engan vegin í hjólför annarra bíla og var aksturslag hið versta á köflum. Svipað og kaykferð í stormi.

Hins vegar var útvarpið fínt og gpsinn líka. Kannski af því að þeir hlutir eru framleiddir í Asíu.. Drifgetan var ekkert svaðaleg í þessu færi og eina vitið er læsingar og nýjar hásingar.

Niðurstaðan er sú að ég þarf að gera fáranlega mikið til að geta verið sáttur á ný. Það má kosta 200 kr ISK. Ekki þúsund heldur 200 kr ISK. En mig vantar:

Nýjar hásingar,
Rétt hlutföll,
Læsingar,
Viftutrekt eða afkastameiri kassa,
Betri lagnir í sjálfskiptingu,
Betra rafmagn, eða s.s. öryggi og snúrur,
Nýja vél.

Góðar stundir

5 Comments:

Anonymous Dórótea said...

Sátt með að útvarpið skyldi ekki klikka... 200 kr. á dag í nokkra daga ættu að duga fyrir því sem þig vantar ;-)
Kv. Dórótea

3:48 PM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

Já þegar sólin er að breytast í hvítan dverg þá á ég kannski fyrir þessu ef ég legg 200 kr á dag í peningabauk.

Útvarpið var sko flott, er nýkomið úr kassanum en er samt milljón ára, enda tekur það bara við snældum. Síðan er ég bara með einn hátalara, hver þarf fleiri í svona lítinn bíl? :)

5:03 PM  
Blogger Jón Emill said...

Hahaha, hvítan dverg, fyndið...

Verð nú bara að segja að þrátta fyrir alla þessa lesti þá lúkkar hann alveg ótrúlega vel.

5:13 PM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

Já takk fyrir það! Þessi vandamál eru náttúrulega til að leysa.

Þetta eru svo sem ekki mikil vandamál miðað við það að maður er nánast að búa til "nýjan" bíl úr gömlum hlutum, og hlutum sem að voru kannski ekki hannaðir fyrir hina hlutina og öfugt... Ha ha. Það fara nú ansi margar klukkustundir hjá bílaframleiðendum að lagfæra frumtýpur sínar sem eru að fara í framleiðslu!

:D

6:28 PM  
Blogger Unknown said...

Já glænýtt gamalt útvarp sem var keypt í Fríhöfninni árið 1992 ef mér skjátlast ekki :D

1:59 PM  

Post a Comment

<< Home