Soldið stórt

Hér fyrir ofan sést heimasvæðið okkar, Valgardena en þorpið heitir Selva. Heimasvæðið okkar er ansi stórt, þar sem að það er með 83 lyftur og 175 km af skíðaleiðum en...
...Dolomiti Superski nefnist svæðið allt sem að við getum skíðað á. Það er með yfir 480 lyftur og 1200 km af skíðaleiðum! Eða rétt tæplega hringvegur Íslands í skíðaleiðum. Lengsta skíðaleiðin er á milli 14 og 15 km, úr tæpum 3000 metrum niður í 1200 metra. Man nú reyndar ekki hve lengi ég var að skíða hana á sínum tíma. Kannski tek ég tímann í næstu viku :)
7 Comments:
þorir enginn að segja að ég sé að monta mig eins og enginn væri morgundagurinn?
ju eg thori thvi alveg.hættu thessu monti.thad er otholandi.en samt agætt ad eiga sma inni thegar eigins montrettur verdur fullnyttur.skilurdu??!
ok,buin ad vera of lengi erlendis.
hb
hmm ich verstehe nichts.
iss piss monthaninn þinn, vertu bara þarna úti það snjóar sem aldrei fyrr hérna heima og byrjaði um leið og þú fórst úr landi
snjóar sem aldrei fyrr? það eru nokkrir sm hérna á Íslandi...
auðvitað kólnar þegar ég fer - ég er svo heitur gaur
myndfærsla snart?
xx hb
Já ég er að reyna að henda inn myndum en bloggerinn vill ekki hafa þær fallegar! Það koma ekki réttir litir og síðan koma rendur og myndin stundum klippt til í klessu..sniffsniff.
Reyndar gerist þetta líka í facebook myndaalbúminu.
Post a Comment
<< Home