Wednesday, April 25, 2007

E-ð fyrir stelpurnar!


Einn skrýtnasti hylur Langár en jafnframt einn sá mest spennandi er hylur nr 2 og er því næst neðsti hylur árinnar. Ef þú ert kúl og færð lax á snærið eru gríðarlega miklar líkur á því að þú missir hann.

Af hverju? Jú
í fyrsta lagi er fiskurinn nýkominn úr sjónum og hefur því næga orku til að berjast,
í öðru lagi er fáranlega mikill straumur þarna,
í þriðja lagi er getur laxinn auðveldlega farið niður fossinn og
í fjórða lagi þá er erfitt að landa fiski þarna þar sem þú þarft að koma honum í gegnum mesta strauminn án þess að missa hann í fossinn.

Ekki að ég sé að segja að þetta sé skemmtilegasti hylurinn. Það eru nú 92 aðrir og margir þeirra flottari en þessi.

Svo að allir skilji þetta þá er ég að tala um fyrir ofan fossinn. Laxinn tekur þá agnið lengst til hægri rétt fyrir ofan fossbrúnina og e-ja 3 metra upp ánna.

5 Comments:

Blogger Þorsteinn Snæland said...

já mig langar að fara að veiða, sorry kids!

6:25 PM  
Blogger Ívar Kristleifsson said...

ertu ekki barasta með gps hnit á hvar hann bítur á?

7:15 AM  
Blogger Brynjar said...

Hvern langar að bjóða mér í laxveiði í Langá?

10:04 AM  
Blogger Brynjar said...

Er það ekki ódýrt? Hugsað fyrir millistéttina.

10:04 AM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

jú iss það er ekki svo dýrt...

ef þú lætur mig fá bíl sem kostar 1 milljón, þá máttu veiða í 5 daga á eina stöng með mig sem gæd. er það ekki fínt?

millistéttin á nú oft bíla sem eru í kringum milluna.

10:15 AM  

Post a Comment

<< Home