Tuesday, April 17, 2007

Sniðugt

Ég var greinilega í góðum bekk því að ég er í sambandi við flest alla enn þá. Förum aðeins í gegnum þetta.

Fólk sem ég tala daglega við eða nokkrum sinnum í viku :

Atli, Ásgeir, Brynjar, Halla, Hlynsi, Fríða, Húni, Hössi, Ívar, Jommi, Rósi, Salvör, Dóna-Grjóni, Bessi, Villi A og Villi St.
Ólöf ætti að vera hérna líka en núna er hún í Þýskalandi svo hún telst ekki með.

Svo hitti ég Aron vikulega.

Ellenu og Evu hitti ég bara ef um bekkjarparty er að ræða og Heiðu í öðrum partyum sem ég dett inn í fyrir tilviljun.

Lóa flýgur nokkrum sinnum á mánuði framhjá mér í skólanum.

Þótt Grettir sé kannski ekki að mæta í skólann eins og fyrirmyndarnemandi þá hef ég kynnst honum miklu betur núna en í MR og erum við að ég held mestu mátar. Húrra fyrir því.

En sá sem er horfinn á vit skýjanna er hann Haraldur. Veit ekki hvort ég myndi þekkja hann eða að þora að tala við...

13 Comments:

Blogger Brynjar said...

Tek undir þetta. Ég er meira að segja að vinna með Gretti. Reyndar hef ég ekki séð Aron, Ellen, Fríðu og Halla sérlega lengi.

4:06 PM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

heiða og halli eru horfin.

hvað eru mörg "h-á" í því?

ætli "h-ið" sé svona hættulegt?

hvar ertu ellen? er það Frakkland, England eða Danmörk? kannski bara Ísland...

erfiðar spurningar sem ég kem hér með!

5:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Úff en þið duglegir. Ég þekki engan lengur. Frábær bekkur engu að síður. Hvenær verður ríjúníon?

8:45 AM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

já þú segir nokkuð. spurning um að finna e-t fórnarlamb til að hýsa okkur.

9:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

mer finnst thetta alveg otrulegt en samt ekki eins otrulegt og thad ad eg a enn vinkonur sem eg kynntist a fogrubrekku.
FACE
h to the b

9:48 AM  
Blogger Brynjar said...

Við Þossi erum búnir að vera í sama bekk síðan í 6 ára bekk.

Það er bara núna sem þetta er að breytast. Ég valdi véla- en Þossi iðnaðarverkfræði.

10:54 AM  
Blogger Þorsteinn Snæland said...

enda er heimurinn að klofna núna.eldurinn í Pravda er bara byrjunin!

11:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

oh my!spennandi en hrædilegt i senn!
h

2:20 PM  
Blogger Brynjar said...

Þetta minnir mig óneitanlega á eldsvoðann í Kaupmannahöfn hérna um árið.

Spurning hvort menn þurfi að fara að safna klukkum til að endurbyggja?

6:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Brynjar, það er ekkert hægt að byggja upp heila Reykjavík með einni klukku. Þú veizt það vel.

4:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

jú fyrir maura

5:23 AM  
Blogger Hildur said...

komdu med nyja færslu t, etv um maura?!
hb

6:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

iiii bara pressa!

..trúi nú varla að fólk sé að bíða með eftirvæntingu mikilli

8:16 AM  

Post a Comment

<< Home