Thursday, January 03, 2008

Biðröðin fyrir utan Sæbraut 14 lengist við þessar fréttir


Ljósin eru skemmtileg
Jamm ég keyrði í skjóli myrkurs út á að Nesstofu eitt kvöldið á milli jóla og nýárs. Reyndar var ég "dreginn" þar sem að Þorbjörn keyrði á undan mér með spotta en við nenntum ekki að setja hann í Gula þar sem að það var súper hálka og hættulegt að hafa bílana svo nálægt hvor öðrum. Svo er líka leiðinlegt að vera í spotta. Eiki teiki ætti að vita það...

Svo keyrði ég Gula í þónokkurn tíma á túninu og e-ð var um ágæta skafla. Fjórhjóladrifið var prufað ásamt lágagírnum og dreif hann barasta vel. Ekki síst þar sem að um 25-30 pund voru í dekkjunum. Þá komst ég að því að miðstöðin er rosaleg og það var vel heitt í honum og þurfti ég oft að slökkva á henni.

Niðurstaðan er s.s. sú að hann virkar þrátt fyrir að vera ekki á númerum. Hins vegar getur það allt breyst þar sem að númerin komu í hús í dag 3.janúar.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með það

5:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ljúfur hlutabréfamarkaður

6:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

hann er í bullinu! sjæse!

takk annars binni

11:11 AM  
Blogger Unknown said...

Ánægður með að miðstöðin virkar, var farinn að hafa áhyggjur af því.

11:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

haha já ég man eftir ykkur eika í kuldanum í ferðinni.

1:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Allt að gerast bara.
Vona að þetta gangi allt vel hjá ykkur bensíndreng!

6:19 PM  

Post a Comment

<< Home