Tuesday, February 26, 2008

Þakkir Eiki og Þorbjörn

Þorbjörn og kagginn hans
Eiki sáttur með sinn

Já Eiki er dæmi um góðan vin sem að bregst ekki á ögurstundu. Já það var ekki málið hjá honum að breytast allt í einu í Pólverja með því að skjóta sér í vinnugallann og taka eitt drifskaft úr sambandi.

Það var nú ekkert því að þegar það var búið þurfti að draga mig niður á þjóðveg. Já það var hægara sagt en gert. Færðin í erfiðari kantinum, á köflum 30-40 sm djúpur snjór og tillitslaust hraun sem gægðist upp hér og þar. Þorbjörn byrjaði að draga en fljótlega kom Eiki og kláraði versta kaflann.Þetta er gróflega leiðin sem að ég var dreginn. Jamm soldið löng leið í torfæru. Þingvallavatn þetta stóra svarta og Apavatn hægra megin við það töluvert minna.

Ekki nóg með það þá keyrðum við yfir vatn. Jú það var frosið en svona til að fá smá stemmningu þá brotnaði undan Bronconum hans Eika og jú ég á eftir án vökvastýris og bremsa. Eiki gaf í botn og ég e-n veginn náði að skoppa yfir þetta án þess að fara niður... Já hjartað stoppaði í nokkra sek við það.

Svona til fróðleiks þá má bæta því inn að pabbi sem að sat sem farþegi hjá mér hélt og var búinn að sætta sig við að við myndum velta... tvisvar sinnum. Enda man ég lítið sem ekkert eftir ferðinni niður eftir. Gaman af því.

Þegar mesta ófærðin var að baki þá komu nokkrar brekkur sem að við þurftum að fara niður. Ok þessar brekkur eru ekkert spes nema þá ef að maður er ekki með bremsur, er fastur aftan í öðrum bíl og er eiginlega ekki með neina stjórn þar sem stýrið er svo þungt.

Því var brugðið á það ráð að hafa Þorbjörn fremst til að draga mig, og Eika fyrir aftan mig til að bremsa mig. Soldið skondin sjón en það virkaði líka.

Já svo var ákveðið að skilja hann eftir rétt hjá Þingvallavegi á Lyngdalsheiðarveginum. Þá kom ekki annað til greina hjá Eika að fara snemma næsta morgun á Bronconum með bílakerru til að ná í Gula og þannig klára ferðina.

Já það var nú lítið mál. Lögðum af stað úr bænum kl 9:00 með kerruna og Guli var kominn inn um kl 12:30. Enda var Guli fljótari heim á kerrunni heldur en með sínu eigin vélarafli upp eftir, sem er mjög eðlilegt eða þannig.

5 Comments:

Blogger Unknown said...

.....og ég vil að lokum þakka Hlynsa fyrir að moka undan bílnum og Oleg fyrir að halda Tinna félagsskap.

Þetta er betra :D

10:47 AM  
Blogger Unknown said...

Maður fer bara hjá sér.

2:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

já hlynsi ég hefði ekki getað þetta án þín... ég veit ekki með oleg samt hehe

nei segi svona

4:17 PM  
Blogger Jón Emill said...

Skemmtileg saga. Yfir hvaða ís voruð þið að keyra?

2:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

tja þetta vatn myndaðist við hlákuna 2 vikum áður. annars hefur nú alltaf verið vatn þarnar þegar ég hef keyrt þarna um vetur, en bara ekki svona rosalega ótraustur ís.

það getur verið ansi djúpt, a.m.k. vill maður helst ekki lenda í þessu vatni :)

4:54 AM  

Post a Comment

<< Home