Erfitt en skemmtilegt
OooÓÓ. Já það fór pakkning í sjálfskiptingunni og því sprautaðist sjálfskiptivökvinn út og ég var úr leik. Eiki og pabbi tóku drifskaftið úr sambandi svo að það væri hægt að draga mig heim.
Frábær ferð með skemmtilegum félögum.
Þetta byrjaði aldeilis vel! Gott veður töluverður snjór og bíllinn er snilld í snjónum. Greinilega mikill plús að hann sé svona léttur. Hann dúllaðist þetta þrátt fyrir ansi erfitt færi á köflum.
Hins vegar þá brotnaði hlekkurinn veiki sem beðið hafði verið eftir í sjálfskiptingunni. Við rætur Skjaldbreiðar byrjaði sjálfskiptivökvinn að sprautast út vegna pakkningar sem var framleidd sama ár og Ísland fékk nafnið Garðarshólmi. Það hefði mátt gerast í höfuðborginni mín vegna.
Faðir vor og Eiki voru snarir í snúningum og snöruðu aftara drifskaftinu úr sambandi til að hægt væri að draga mig heim. Drátturinn gekk vel en ég missti bremsur og vökvastýri hálfa leið niður á Lyngdalsheiði vegna þess að ég gat ekki startað bensínstöðinni Gulu. Því var ákveðið í ljósi þess að skilja hann eftir.
Já Gula bensínstöðin var skilin eftir rétt hjá Þingvöllum. Því förum/fórum við Eiki í björgunarleiðangur í morgunsárið, þann 25. feb.
Þrátt fyrir þetta áfall var þetta gríðarskemmtileg ferð og lofar bíllinn mjög góðu. Allt er gott sem endar "vonandi" vel, því ferðin hjá Gula er ekki búin enn þar sem hann er enn upp á heiði þegar þetta er skrifað.
Spennó ekki satt?
Hins vegar þá brotnaði hlekkurinn veiki sem beðið hafði verið eftir í sjálfskiptingunni. Við rætur Skjaldbreiðar byrjaði sjálfskiptivökvinn að sprautast út vegna pakkningar sem var framleidd sama ár og Ísland fékk nafnið Garðarshólmi. Það hefði mátt gerast í höfuðborginni mín vegna.
Faðir vor og Eiki voru snarir í snúningum og snöruðu aftara drifskaftinu úr sambandi til að hægt væri að draga mig heim. Drátturinn gekk vel en ég missti bremsur og vökvastýri hálfa leið niður á Lyngdalsheiði vegna þess að ég gat ekki startað bensínstöðinni Gulu. Því var ákveðið í ljósi þess að skilja hann eftir.
Já Gula bensínstöðin var skilin eftir rétt hjá Þingvöllum. Því förum/fórum við Eiki í björgunarleiðangur í morgunsárið, þann 25. feb.
Þrátt fyrir þetta áfall var þetta gríðarskemmtileg ferð og lofar bíllinn mjög góðu. Allt er gott sem endar "vonandi" vel, því ferðin hjá Gula er ekki búin enn þar sem hann er enn upp á heiði þegar þetta er skrifað.
Spennó ekki satt?
2 Comments:
Újé, alvöru ferð, heimkoma tefst um tæpan sólarhring.
Ég er á nálum
Post a Comment
<< Home