Hann stóðst..
Jú í fyrsta lagi þá er hann eins og Rússi miðað við fermingarbarnið Bensíndrenginn, í eyðslu. Fór með um 70 lítra á 180 km og það í hjólförum.... Ekki sáttur með það.
Síðan var hresst að uppgötva leka á nýja sjálfskiptiolíukælinum/samskeytum, nýji vatnskassinn sauð vatn eins og ketill, aðalljósin hurfu og margt annað skemmtilegt. Nefna má það að hann passar engan vegin í hjólför annarra bíla og var aksturslag hið versta á köflum. Svipað og kaykferð í stormi.
Hins vegar var útvarpið fínt og gpsinn líka. Kannski af því að þeir hlutir eru framleiddir í Asíu.. Drifgetan var ekkert svaðaleg í þessu færi og eina vitið er læsingar og nýjar hásingar.
Niðurstaðan er sú að ég þarf að gera fáranlega mikið til að geta verið sáttur á ný. Það má kosta 200 kr ISK. Ekki þúsund heldur 200 kr ISK. En mig vantar:
Nýjar hásingar,
Rétt hlutföll,
Læsingar,
Viftutrekt eða afkastameiri kassa,
Betri lagnir í sjálfskiptingu,
Betra rafmagn, eða s.s. öryggi og snúrur,
Nýja vél.
Góðar stundir