Tuesday, February 26, 2008

Þakkir Eiki og Þorbjörn

Þorbjörn og kagginn hans
Eiki sáttur með sinn

Já Eiki er dæmi um góðan vin sem að bregst ekki á ögurstundu. Já það var ekki málið hjá honum að breytast allt í einu í Pólverja með því að skjóta sér í vinnugallann og taka eitt drifskaft úr sambandi.

Það var nú ekkert því að þegar það var búið þurfti að draga mig niður á þjóðveg. Já það var hægara sagt en gert. Færðin í erfiðari kantinum, á köflum 30-40 sm djúpur snjór og tillitslaust hraun sem gægðist upp hér og þar. Þorbjörn byrjaði að draga en fljótlega kom Eiki og kláraði versta kaflann.Þetta er gróflega leiðin sem að ég var dreginn. Jamm soldið löng leið í torfæru. Þingvallavatn þetta stóra svarta og Apavatn hægra megin við það töluvert minna.

Ekki nóg með það þá keyrðum við yfir vatn. Jú það var frosið en svona til að fá smá stemmningu þá brotnaði undan Bronconum hans Eika og jú ég á eftir án vökvastýris og bremsa. Eiki gaf í botn og ég e-n veginn náði að skoppa yfir þetta án þess að fara niður... Já hjartað stoppaði í nokkra sek við það.

Svona til fróðleiks þá má bæta því inn að pabbi sem að sat sem farþegi hjá mér hélt og var búinn að sætta sig við að við myndum velta... tvisvar sinnum. Enda man ég lítið sem ekkert eftir ferðinni niður eftir. Gaman af því.

Þegar mesta ófærðin var að baki þá komu nokkrar brekkur sem að við þurftum að fara niður. Ok þessar brekkur eru ekkert spes nema þá ef að maður er ekki með bremsur, er fastur aftan í öðrum bíl og er eiginlega ekki með neina stjórn þar sem stýrið er svo þungt.

Því var brugðið á það ráð að hafa Þorbjörn fremst til að draga mig, og Eika fyrir aftan mig til að bremsa mig. Soldið skondin sjón en það virkaði líka.

Já svo var ákveðið að skilja hann eftir rétt hjá Þingvallavegi á Lyngdalsheiðarveginum. Þá kom ekki annað til greina hjá Eika að fara snemma næsta morgun á Bronconum með bílakerru til að ná í Gula og þannig klára ferðina.

Já það var nú lítið mál. Lögðum af stað úr bænum kl 9:00 með kerruna og Guli var kominn inn um kl 12:30. Enda var Guli fljótari heim á kerrunni heldur en með sínu eigin vélarafli upp eftir, sem er mjög eðlilegt eða þannig.

Monday, February 25, 2008

Kominn heim





Sunday, February 24, 2008

Erfitt en skemmtilegt

Beautiful hylur
Hádegismatur
Eiki og Þorbjörn skríða upp á hádegismatarstaðinn
OooÓÓ. Já það fór pakkning í sjálfskiptingunni og því sprautaðist sjálfskiptivökvinn út og ég var úr leik. Eiki og pabbi tóku drifskaftið úr sambandi svo að það væri hægt að draga mig heim.
Frábær ferð með skemmtilegum félögum.

Þetta byrjaði aldeilis vel! Gott veður töluverður snjór og bíllinn er snilld í snjónum. Greinilega mikill plús að hann sé svona léttur. Hann dúllaðist þetta þrátt fyrir ansi erfitt færi á köflum.

Hins vegar þá brotnaði hlekkurinn veiki sem beðið hafði verið eftir í sjálfskiptingunni. Við rætur Skjaldbreiðar byrjaði sjálfskiptivökvinn að sprautast út vegna pakkningar sem var framleidd sama ár og Ísland fékk nafnið Garðarshólmi. Það hefði mátt gerast í höfuðborginni mín vegna.

Faðir vor og Eiki voru snarir í snúningum og snöruðu aftara drifskaftinu úr sambandi til að hægt væri að draga mig heim. Drátturinn gekk vel en ég missti bremsur og vökvastýri hálfa leið niður á Lyngdalsheiði vegna þess að ég gat ekki startað bensínstöðinni Gulu. Því var ákveðið í ljósi þess að skilja hann eftir.

Já Gula bensínstöðin var skilin eftir rétt hjá Þingvöllum. Því förum/fórum við Eiki í björgunarleiðangur í morgunsárið, þann 25. feb.

Þrátt fyrir þetta áfall var þetta gríðarskemmtileg ferð og lofar bíllinn mjög góðu. Allt er gott sem endar "vonandi" vel, því ferðin hjá Gula er ekki búin enn þar sem hann er enn upp á heiði þegar þetta er skrifað.

Spennó ekki satt?



Tuesday, February 19, 2008

Blessuð sé minning þess.



Það var slatti af bílum sem snéri við þegar fólk sá meðalbrattan í brekkunum. Enda voru aldrei biðraðir í lyfturnar.

Já þarna lærði maður allt sem að maður kann á skíðum. Utanleiða-stemmningin þarna var best í heimi, HEIMI. En núna er þetta bara búið og bless. Klárlega besta skíðasvæði nálægt Seltjarnarnesi.

Bláfjöll munu aldrei verða jafngóð og þetta skíðasvæði.

Svo var skálastemmningin góð. Allir þekktust og heilsuðust. Sumir komu jafnvel bara til að vera í þeirri stemmningu, sitja á pallinum, fá sér kakó og fylgjast með. Enda var skálinn 4 metra frá aðallyftunum. Annað en í Bláfjöllum þar sem að skálinn er í ruglfjarlægð frá lyftunum og inni er ólukkuleg salerinslykt og leiðinlegir hnakkar sem þykjast geta e-ð á bretti!

Eina svæðið sem kæmi til greina í staðinn fyrir Bláfjöll er Fram-svæðið sem er aldrei opið. Þar er skálinn nálægt lyftunum og utanleiðir skammt undan troðnum leiðum. Svo kæmi Skálafell með sinn skála á ágætisstað fyrir utan að skíðaleiðirnar þar eru leiðinlegar, ekki til halli í þeim nema kannski þá í svörtu brekkunni næst stólalyftunni. Sú brekka er þó í bullinu þar sem að mesti hallinn er ekki lengri en brekkurnar í besta skíðasvæði í heimim, alltaf steinar í þarna og svo er bara brun til að ná út í stólalyftuna aftur. Lélegt!

En þá er spurt, þ.e.a.s. fyrir þá sem að enn eru að lesa, hvaðan eru þessar myndir, þ.e. frá hvaða skíðasvæði og hvað heitir brekkan sem að hengjan er í?

Fróðleikur:

Ég veit um tvö stór snjóflóð frá þessu skíðasvæði. Eitt hrifsaði með sér skálann svo að ekkert var eftir af honum. Það er kúl.

Hitt snjóflóðið féll þegar svæðið var opið. Ég var svo lítill og heilalaus að ég man ekki sjálfur eftir því en við fjölskyldan vorum þarna. Nema hvað þetta flóð gróf nokkra krakka með sér. Því hlupu allri sem vettlingi gátu valdið til og byrjuðu að leita. Nokkru seinna voru þeir allir fundnir og skapaðist væntanlega mikil kátína við það. Nema þá að þetta voru leiðinlegir krakkar, þekki það ekki...

Monday, February 18, 2008

Þetta finnst mér sniðugt


Þessi auglýsing um AIDS er það eina sniðuga sem að Frakkar hafa sent frá sér. Enda eru þeir afspyrnu leiðinlegir.

Sunday, February 17, 2008

St.Anton, frh.

Hérna hefur Halli ofur-bró farið nokkrum sinnum niður. Þarna var þó komið öryggisnet þannig að erfiðar væri að komast að þessu sjálfsmorði. Ekki að öryggisnet geti stoppað þá sem þarna vilja fara :) En að þessu sinni fórum við hinum megin niður.
Halli ofur-bró og Þorsteinn litli-bró í nettum offpiste fýling. Tekið á sama stað og efri myndin.
Inni á apréski staðnum Mooserwirt um kl 1600. Stemmningin þarna er svipuð og á MR-balli, nema að allir eru í skíðafatnaði og þá nattla skíðaskóm dansandi um, jafnvel upp á borðum.
Þetta er tekið þegar við Helga vorum að bíða eftir rútunni sem keyrði í þorpið hennar Lech, sem er um 25 mín fjarlægð frá St.Anton.
Tekið í rútunni frá þorpinu hennar Helgu. Þeir eru kúl sem að sjá skafrenningin í fjöllunum.


Wednesday, February 13, 2008

St.Anton


Hádegismatur
Mútter í hvíta og Hildur í rauða að spæna upp svarta brekku
Off-piste brekkan sem að við Halli fórum í hnédjúpu púðri :)
Apré-ski staðurinn Mooserwirt

Saturday, February 02, 2008

Bæjó Ísland

Halló Austurríki